Bled golfvöllurinn í Slóveníu
Uppáhaldsgolfvöllur afrekskylfingsins Rúnars Arnórssonar, GK, erlendis og sá sem honum þykir sérstakastur (skv. viðtali við hann hér fyrr í dag) er Bled í Slóveníu.
Bled þykir einn af albestu skógarvöllum mið-Evrópu, er á lista yfir topp-100 bestu golfvelli Evrópu og er sá eini frá Slóveníu, sem er á listanum. Tímaritið Golf World Magazine valdi Bled 51. besta völl í Evrópu árið 2011.
Golfvöllurinn í Bled opnaði 1937 og var tekinn í gegn af þekkta golfvallararkítektinum Donald Harradine árið 1972. Á næsta ári fagnar Bled golfvöllurinn 75 ára afmæli. Hann er elsti golfvöllur Slóveníu og sá fallegasti. Völlurinn er aðeins í 4 km fjarlægð frá bænum Bled sem er niðrí dal, en Bled golfvellirnir liggja báðir í fjallshlíð. Um tvo velli er að ræða 18 holu Konungsvöllinn og 9 holu Vatnavöllinn.
Í aðeins 1 klukkustundar akstursfjarlægð er hægt að spila aðra 7 golfvelli í „þriggjalandasýn” þ.e. valið stendur um golfvelli í Slóveníu, Austurríki eða Ítalíu.
Með því að smella hér má sjá komast á heimasíðu Bled golfvallarins, þar sem m.a. má sjá myndir af gullfallegum Konungsvellinum í Bled. Smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024