Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2011 | 18:00

Bled golfvöllurinn í Slóveníu

Uppáhaldsgolfvöllur afrekskylfingsins Rúnars Arnórssonar, GK, erlendis og sá sem honum þykir sérstakastur (skv. viðtali við hann hér fyrr í dag) er Bled í Slóveníu.

Bled þykir einn af albestu skógarvöllum mið-Evrópu, er á lista yfir topp-100 bestu golfvelli Evrópu og er sá eini frá Slóveníu, sem er á listanum. Tímaritið Golf World Magazine valdi Bled 51. besta völl í Evrópu árið 2011.

Golfvöllurinn í Bled opnaði 1937 og var tekinn í gegn af þekkta golfvallararkítektinum Donald Harradine árið 1972.  Á næsta ári fagnar Bled golfvöllurinn 75 ára afmæli. Hann er elsti golfvöllur Slóveníu og sá fallegasti. Völlurinn er aðeins í 4 km fjarlægð frá bænum Bled sem er niðrí dal, en Bled golfvellirnir liggja báðir í fjallshlíð.  Um tvo velli er að ræða 18 holu Konungsvöllinn og 9 holu Vatnavöllinn.

Í aðeins 1 klukkustundar akstursfjarlægð er hægt að spila aðra 7 golfvelli í „þriggjalandasýn” þ.e. valið stendur um golfvelli í Slóveníu, Austurríki eða Ítalíu.

Með því að smella hér má sjá komast á heimasíðu Bled golfvallarins, þar sem m.a. má sjá myndir af gullfallegum Konungsvellinum í Bled. Smellið HÉR: