Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2020 | 23:00

BOU GSÍ 2020 (2): Jón Gunnarsson sigraði í piltaflokki 19-21 árs

Nettó mótið – annað mótið á Barna- og Unglingamótaröð (hér skammst. BOU) GSÍ fór fram á Leirdalsvelli dagana 11.-13. júní s.l.

Alls kepptu 130 börn og unglingar í golfi í mótinu.

Í piltaflokki þ.e. flokki 19-21 árs pilta luku 10 keppni.

Sigurvegari var  heimamaðurinn Jón Gunnarsson, GKG og var heildar- og sigurskor hans samtals 4 yfir pari, 217 högg .

Spilaðir voru 3 hringir hjá keppendur 17 ára og eldri.

Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki 19-21 árs í Nettómótinu hér að neðan:

1 sæti Jón Gunnarsson, GKG, 4 yfir pari 217 högg (68 74 75).

2 sæti Andri Már Guðmundsson, GM, 7 yfir pari, 220 högg (71 71 78).

3 sæti Ingi Þór Ólafson, GM, 10 yfir pari, 223 högg (74 69 80).

4 sæti Hilmar Snær Örvarsson, GKG, 13 yfir pari, 226 högg (71 74 81).

T-5 Kjartan Óskar Karitasarson, 15 yfir pari, 228 högg (78 75 75).

T-5 Elvar Már Kristinsson, 15 yfir pari, 228 högg (75 76 77).

7 sæti Bjarni Freyr Valgeirsson, GR, 17 yfir pari, 230 högg (74 76 80).

8 sæti Valdimar Ólafsson, GL, 39 yfir pari, 252 högg (88 79 85).

9. sæti Orri Snær Jónsson, NK, 44 yfir pari, 257 högg (86 83 88).

10. sæti Steingrímur Daði Kristjánsson, GK, 45 yfir pari, 258 högg (89 83 86).

Í aðalmyndaglugga: Jón Gunnarsson, GKG. Mynd: Í einkaeigu.