Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2024 | 11:45

Brandt Snedeker hlýtur Payne Stewart verðlaunin

Brandt Snedeker, nífaldur sigurvegari á PGA mótaröðinni, hefur verið útnefndur 2024 viðtakandi Payne Stewart verðlaunanna sem veitt eru af Southern Company og eru veitt  árlega þeim kylfingi sem endurspeglar best karaktereinkenni þeirra sem rétt eiga á  inngöngu í frægðarhögg kylfinga, þeirra sem hafa látið góðgerðarstarfsemi  sig varða og íþróttamennsku.

Í meira en áratug hafa Snedeker, 43 ára, og eiginkona hans, Mandy, starfrækt Snedeker Foundation, sem hefur einbeitt sér að því að kynna ungmennum í Tennessee aðferðir til varnar kynferðisofbeldi og eins hafa þau stutt golfið á unglingastigi.

Snedeker, FedEx bikarmeistari 2012, verður heiðraður á Tour Championship í East Lake golfklúbbnum í Atlanta þann 27. ágúst.

Brandt Snedeker er holdgerfingur alls þess sem Payne Stewart verðlaunin standa fyrir,“ sagði Jay Monahan, yfirmaður PGA Tour, í yfirlýsingu. „Sem einn af virtustu leikmönnum leiksins okkar hefur Brandt sýnt staðfasta skuldbindingu til að nota vettvang sinn til að bæta líf svo margra fjölskyldna í heimaríki hans, Tennessee.“

Hann og Mandy hafa unnið sleitulaust að því að byggja upp fjölskyld sína og skapa tækifæri fyrir önnur börn á og utan golfvallarins, og það er hvetjandi að vita að þessi viðleitni mun halda áfram um ókomin ár.

Meðal annars hefir Snedeker Foundation tekið höndum saman við Tennessee Golf Foundation til að mynda heilsárs unglingagolfferð, Sneds Tour, sem hefur umsjón með 174 viðburðum og býður upp á lægri þátttöku- og skráningargjöld. Stofnunin aðstoðaði einnig við að fjármagna æfingaaðstöðu fyrir Nashville Christian School, sem einnig verður notað af nemendum í Tennessee School for the Blind.

Simmons Bank Open for Snedeker Foundation, árlegt mót á Korn Ferry Tour, hefur safnað meira en einni milljón dollara til góðgerðarmála síðan 2017.

Stewart, sem sigraði 11 sinnum á PGA Tour með sigrum á PGA meistaramótinu 1989 og Opna bandaríska meistaramótinu 1991 og 1999, lést í flugslysi í Suður-Dakóta 25. október 1999.

Það er ótrúlegur heiður og forréttindi að fá þessi verðlaun,“ sagði Snedeker. „Þar sem fjölskylda mín er frá Springfield, Missouri, heimabæ Payne, var hann uppáhaldskylfingurinn minn í uppvextinum og að hafa nafnið mitt á þessum bikar er ótrúlegt. Þegar þú ert viðurkenndur fyrir verðlaun sem þessi þýðir það að þú ert ekki bara góður leikmaður, en þú ert góð manneskja. Þetta var einn af draumum mínum og hann rættist.“