Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 05:00

Bubba Watson kaupir „General Lee 01″

Bubba Watson gerði samning við eiginkonu sína að ef hann ynni mót á PGA Tour þá mætti hann kaupa sér Dodge Charger bifreið árg. 1969, sem varð fræg í sjónvarpsþáttunum (1978/1979) og síðar kvikmyndunum „Dukes of Hazzard.“ (2005/2007).

Dodge Charger 1969 í auglýsingu fyrir kvikmyndina Dukes of Hazzard.

Bubba sagði að erfiðasti hlutinn hefði verið að sigra mótið.

Svo sagði hann hefði liðið smá tími þar til hann fann þann rétta, en það var biðarinnar virði. Á bílauppboði í síðustu viku í Arizona keypti þrefaldur sigurvegarinn á PGA Tour upprunalega „General Lee 01”  (uppnefni bílsins) þ.e. bílinn sem notaður var í sjónvarpsþáttunum, sama bíl og flýgur yfir lögreglubíl í upphafi þáttarins.

Í stuttu myndskeiði sem Bubba birti á Twitter sést hvar hann er að setja bensín á Lee og flauta „Dixie“ bílflautu bílsins.  Bubba borgaði $110,000 (um 13,6 milljónir íslenskra króna),  sem sérfræðingar segja að hafi verið lægra verð en búist hafi verið við að fá fyrir bílinn.

„Þetta var allt mér í hag“ sagði Watson á þriðjudaginn. „Ég ætlaði ekki að bjóða meira í hann en þetta en spárnar voru að mun hærra verð fengist fyrir hann.  En af einhverri ástæðu féll hann mér í skaut.“

Það gerði bíllinn svo sannarlega. Bubba Watson getur að öllu jöfnu ekki farið á Barrett-Jackson uppboðið, en hann ákvað að taka ekki þátt í  Humana Challenge í síðustu viku og því komst hann. Hann sat uppboðið og  “General Lee 01” var fyrsti bíllinn sem boðinn var upp.

Eitt af atriðunum í „The Dukes of Hazzard."

„Það leið næstum því yfir mig þegar ég sá hann,“ sagði hann.

Bubba ætlar ekki bara að dást að bílnum í bílskúrnum.

„Ég ætla að keyra honum, flauta á fólk og gera allt þetta skemmtilega,“ sagði hann. „Ég ætla til Phoenix í næstu viku. Hann er í nógu góðu standi til að keyra honum til Phoenix. En segið engum frá því, hann er ekki með bílbelti enn.”

Hér má sjá kynningarmyndskeið um bílinn: GENERAL LEE 01

Heimild: Golf Week