Celia Barquin Arozamena
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2019 | 07:00

Celíu Barquín minnst

Á European Ladies’ Amateur Championship, sem Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í f.h. Íslands var spænska kylfingsins Celíu Barquín Arozamena, meistara 2018 European Ladies’ Amateur var minnst.

Celía var myrt í september 2018, þegar hún var á lokametrunum að ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum, minna en 2 mánuðum eftir sigurinn í Slóvakíu. Sjá fréttir Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR: 

Við opnunarhátíðina í Parkstone golfklúbbnum, tileinkaði forseti enska golfsambandsins, Jenny Clink, nokkur orð Celíu og eins andartaks þögn henni til heiðurs.

Eins var Celíu minnst á European Girls’ Team Championship, sem fram fór í Parador El Saler golfklúbbnum í heimalandi hennar fyrrí þessum mánuði. Fulltrúar spænska golfsambandsins ásamt spænska stúlknalandsliðinu plöntuðu tré henni til minningar (sjá mynd hér að ofan).

Eftirlíking af European Ladies’ Amateur Championship bikarnum verður gefin klúbbi Celíu í Santa Marína af evrópska golfsambandinu.