Chamblee gagnrýnir golfvallarstrategíu Tiger í Mexíkó
Golffréttaskýrandi Golf Channel Brandel Chamblee og Tiger eru ekki miklir vinir.
Chamblee hefir oftar en einu sinni gagnrýnt Tiger og það nýjasta í því efni er að Chamblee gagnrýnir Tiger nú fyrir golfvallar strategíu sínu og segir hana svo afleita að Tiger hafi þess vegna ekki blandað sér í sigurbaráttuna.
Ýmislegt má segja um Chamblee en eitt af því sem heldur golfáhangendum við efnið þannig að þeir hlusta á hann er að hann finnur alltaf nýjan flöt á málefnum.
T.a.m. kenndu flestir aðrir köldum pútter Tiger um gengi hans en Brandel Chamblee gagnrýnir leikskipulag Tiger og golfvallarstrategíu hans.
Tiger dró að sögn Chamblee fram gamla golfvallarstrategíu sem er að nota járn eða brautartré af teig á mörgum teigum Club de Golf Chapultepec í Mexíkó, þannig að hann átti eftir mun lengri aðhögg inn á oft flóknar flatarsamsetningar. Sem aftur á móti olli því að ekkert gekk í púttunum skv. Chamblee.
„Á Hoylake, næ ég þessu því járnin hans dugðu,“ sagði Chamblee á Golf Central um sigur Tiger á Opna breska 2006, þar sem hann notaði dræverinn aðeins 1 sinni á 72 holum. „Þar náði hann 300 yördum og það voru vandræði allsstaðar, en hér þegar litið er til árangurs Dustin Johnson á undanförnum misserum og með hliðsjón af því að Phil Mickelson hefir sigrað þarna með því að spila agressívt þá er það að koma inn og spila íhaldsamt …..og svona hélt Chamblee áfram.
Reyndar eiga Phil og Tiger það sameiginlegt að vera illa við Chamblee en Phil hefir m.a. gagnrýnt Chamblee fyrir að hafa lifibrauð sitt af því að gagnrýna aðra.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024