Chamblee um Koepka: „Mér fannst hann gefa mér fingurinn“
Brooks Koepka hefir látið kylfurnar tala á 101. PGA Championship risamótinu á Bethpage Black, í New York.
Í hálfleik er hann í efsta sæti og hefir 7 högga forystu á næstu keppendur; slíkir eru yfirburðirnir.
Einn er sá sem ekki hefir verið hrifinn af Koepka hingað til en það er fréttamaðurinn Brandel Chamblee, sem hefir lifibrauð sitt af því að gagnrýna þá bestu. Að undanförnu hefir hann m.a. verið að velta fyrir sér hvort Koepka sé nokkuð svo frábær kylfingur; hann hafi bara verið heppinn hingað til.
Koepka var í ráshóp með Tiger Woods and Francesco Molinari. Yfirburðir Koepka byrjuðu þegar á 1. holu mótsins, þar sem hann fékk fugl en hinir 155 keppendurnir sem hófu mótið spiluðu þessa holu að meðaltali 1/2 höggi yfir pari.
En nú er tónninn í Chamblee eitthvað að mildast gagnvart Koepka, eftir glæsiframmistöðu hans í titilvörninni. Þannig sagði Chamblee m.a. eftir 1. hring PGA Championship að gefnum kringumstæðunum; þ.e. að Koepka væri þarna að spila með Tiger í ráshóp og á Bethpage Black, þá hafi hreinlega ekki verið hægt að spila betri hring. „Ég held ég hafi ekki nokkru sinni séð betri hring. Þetta var ótrúlegt“ og síðan: „ … mér fannst eins og hann (Koepka) væri að gefa mér fingurinn í þá 4 1/2 tíma, sem hann lék þarna úti, og ég verð að segja ykkur, að mér líkaði það!„
Síðan hefir hefir Chamblee ekki átt nógu fögur orð um Koepka; hefir m.a. líkt honum við Mohammad Ali og Babe Ruth; einhverja bestu íþróttamenn í sínum greinum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024