Viðtalið: Cheyenne Woods svo miklu meira en bara frænka Tiger Woods
Cheyenne Woods er svo miklu meira en bara frænka Tiger Woods. Fyrir það fyrsta er hún liðsfélagi Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, GR, Íslandsmeistara bæði í holukeppni og höggleik 2011, í Wake Forest. En Cheyenne er líka góð fyrirmynd minnilhlutahóps í golfinu, þar sem konur eru. Hér er á eftir fer lausleg þýðing á skemmtilegu viðtali við Cheynne á www.blackenterprise.com:
„Þó Cheyenne Woods sé gegnsýrð af golfgoðsögn fjöskyldu sinnar, þá er hún að skapa sér nafn sjálf. Þegar litið er til þess að hún er Atlantic Coast Conference einstaklings golfmeistari ársins 2011, hún er „four-time letterman“ (þ.e. handhafi titla sem veittir eru í bandarískum háskólum), handhafi meira en 30 titla sem áhugamaður, MVP og er með besta meðaltalsskor allra í Wake Forest á einu keppnistímabil, þá verður stimpillinn „frænka Tiger Woods“ aðeins aukaatriði þegar litið er til allra risatitilanna, sem hún a eflaust eftir að vinna á ferli sínum.
Cheyenne er núverandi fyrirliði golfliðs Wake Forest, hún er metnaðargjörn, klár og vann ACC titilinn með 7 höggum. Með afa sem þjálfaði að sögn einn besta kylfing allra tíma þá heldur Cheyenne á lofti fjölskylduhefðinni með yfirburðum í golfheiminum sem veitir ungum konum innblástur og hvetur þær til þess að feta í fótspor hennar.
Og þar sem frændi hennar (Tiger) skoraði á hólm allar yfirburðs golfgoðsagnir hvíta karlmannsins, þá getið þið búist við að hin 21 árs (Cheynne) muni enn auka á fjölbreytnina í íþróttinni og hvetja ungar blökkukonur til dáða, sem reiðubúnar eru til þess að taka flatir golfvallana með stormi. BlackEnterprise.com tók eftirfarandi viðtal við Cheyenne meðan hún var heima hjá sér í Phoenix að baða sig í sólskini Miðvestur ríkjanna:
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?
Fjölskyldan segir að ég hafi haldið á fyrstu golfkylfu minni þegar ég var u.þ.b. 3 ára. Afi minn [Earl Woods] hafði mestu áhrifin á að ég byrjaði í golfi. Hann keypti fyrsta settið handa mér og kendi mér frá því ég var 5 ára og ég hef spilað allar götur síðan.
Fannstu fyrir þrýstingi um að þú yrðir að feta í fótspor frænda þíns, Tiger Woods?
Já. Ég ólst upp með Woods fjölskyldunafnið og kastljósið á mér vegna þess, þannig að ég er orðin vön athygli fjölmiðla og þeim væntingum sem fólk gerir til mín. Þegar ég var yngri fannst mér alltaf gaman þegar fólk horfði á mig. Mér fannst gaman af því þegar tökuvélar eltu mig og ég varð að spila undir pressu.
Var það að hafa alla þessa pressu á sér nokkurn tímann vandamál eða hvatti það þig til þess að standa þig betur?
Að bera Woods fjölskyldunafnið var aldrei vandamál fyrir mig né hindrun, sem varð að yfirstíga, þar til ég byrjaði í Wake Forest. Á fyrsta árinu mínu var mikið gert úr því að frænka Tiger Woods væri í háskólagolfinu þannig að ég fékk mikla fjölmiðlaathygli. Það að tökuvélarnar eltu mig frá móti til móts, ofan á það að ég var í nýju umhverfi og þekkti ekki mikið af fólki gerði mér erfiðara fyrir að byrja í háskóla vegna þess að svo mikið var um að vera. En engu að síður þá er allt orðið þægilegra núna og ég held að hún (fjölmiðlaathyglin) hafi undirbúið mig fyrir næsta stig, það þegar ég kem til með að standa í kastljósinu sem atvinnumaður, en þá á hún (athyglin) eflaust eftir að aukast.
Hvað er besta ráð sem frændi þinn (Tiger) hefir gefið þér varðandi keppnisgolf?
Þegar ég var að vaxa úr grasi þá er „Go out there and kick butt!“ (lausl. þýð: farðu þarna út og stattu þig!) nokkuð sem ég man að hann var alltaf að segja mér. Ég lærði mest af því að fylgjast með honum og vera nálægt honum. Ég hafði tækifæri til að sjá hversu mikil og hörð vinna það er að komast á þetta stig. Ég reyni svo sannarlega að taka upp vinnusiðferði hans og beita því sjálf.
Finnst þér munur á því að vera í þessari íþrótt (golfi) sem kona?
Fólk vanmetur mann stundum sem konu. Þegar ég fer og æfi mig á nýju æfingarsvæði eða spila við kylfinga sem ég þekki ekki – sérstaklega eldri menn – og þeir sjá ekki nafn mitt eða vita ekki að ég er í háskólagolfinu þá er alltaf gaman að sjá svipinn á andliti þeirra eftir að ég hef slegið. Þeir verða alltaf svo undrandi þegar ég vinn þá eða er í raun að keppa við þá. Þegar kemur að strákum á mínum aldri, þá vantar ekkert upp á virðinguna hjá þeim fyrir mér sem kvenkylfingi vegna þess að þeir skilja að maður gengur í gegnum það sama og þeir og þeir virða vinnusiðferði mitt.
Ertu komin með styrktaraðila?
Sem íþróttamaður á NCAA og þar sem ég er áhugamaður er mér ekki heimilt að afla mér styrktaraðila eða samþykkja eitthvað fyrr en ég lýk keppnistímabilinu sem er í lok maí. Sem stendur er allt óráðið enn.
Er eitthvað ákveðið ferli sem þú notar þegar þú velur þér vörumerki sem þú munt auglýsa?
Já. Ég vil vera viss um að ég sé fulltrúi sterks vörumerkis og eitthvað sem ég er stolt af að vera fulltrúi fyrir. Ég vil vera stúlkum sem hafa sömu golfástríðuna og ég góð fyrirmynd þannig að ég vil ganga úr skugga um að það vörumerki sem ég auglýsi, sýni mig í réttu ljósi.
Hvernig hugsarðu ímynd þína og ímyndina sem hluta gróða?
Ég myndi vilja byggja upp sterka ímynd og í augnablikinu held ég að ímynd mín sé einstök. Í fyrsta lagi vegna þess að ég er blönduð, ég lít á mig sem afrísk-ameríska og það eru ekki margar konur á LPGA sem líta út einsog ég. Og í 2. lagi mun ég skera mig úr vegna þess að ég ber Woods nafnið.
Ég lít líka til Natalie Gulbis. Þegar ég óx úr grasi og fylgdist með LPGA þá var hún í uppáhaldi hjá mér. Natalie skar sig úr vegna þess hversu kvenleg hún er og höfðar mikið til lítilla stelpna sem vilja vera í bleiku og fínum fötum. Ímynd hennar hefir komið henni þangað sem hún er í dag og hún er í kastljósinu, sem ein af vinsælustu kvenkylfingunum.
Hvað telur þú að geri þig að konu valda (ens.: “Woman of Power?”)
Það sem gerir mig að valdakonu er hæfileikinn til þess að skapa mér eigið nafn. Woods fjölskyldunafnið getur aðeins fleytt mér svo og svo langt. Að hafa verið þess umkomin að vinna mér inn minn eiginn háskólastyrk, hljóta heiðursviðurkenningar og verða fyrirliði sýnir að ég hef hæfileikann að standa á eigin fótum.
Hefir þú ráð handa ungum stúlkum sem vilja verða atvinnukyfingar?
Hafið ástríðu fyrir því sem þið elskið vegna þess að það mun leiða ykkur til árangurs. Hvort sem þið græðið milljónir eða ekki, ef þið gerið það sem þið hafið gaman af þá gerir það ykkur hamingjusamar. Sumt af ríkasta fólkinu í heiminum er ekki það hamingjusamasta og það er nokkuð sem ég hef lært. Ég met hamingju mína og að vera þess umkomin að vera þar sem ég elska að vera og taka þátt í íþrótt sem ég elska og það er það sem kemur mér í gegnum sérhvern dag.
Heimild: blackenterprise.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024