Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2024 | 22:30

Chi Chi Rodriguez látinn

Juan „Chi Chi“ Rodriguez, frægðarhallkylfingur, lést sl. fimmtudag 8. ágúst 2024.

Hann varð 88 ára.

Uppátæki hans á flötunum í mótum sem hann tók þátt í á hátindi frægðar sinnar á PGA mótaröðinni gerðu hann að einum af vinsælustu leikmönnum golfíþróttarinnar, á löngum atvinnumannsferli hans.

Það var Carmelo Javier Ríos, öldungadeildarþingmaður í heimalandi Rodriguez, Púertó Ríkó,sem  tilkynnti um andlát Rodriguez. Hann gaf ekki upp dánarorsök.

Ástríða Chi Chi Rodriguez fyrir góðgerðarstarfsemi var það eina sem stóð framar ótrúlegum hæfileika hans með golfkylfu,“ sagði Jay Monahan, framkvæmdastjóri PGA Tour, í yfirlýsingu. “ (Hann var) lífandi (og) litríkur persónuleiki bæði innan og utan golfvallarins, hans verður sárt saknað af PGA Tour og þeirra, hvers líf hann snerti í viðleitni sinni að gefa til baka. „

Sjá má eldri grein Golf 1 um Chi Chi Rodriguez með því að SMELLA HÉR: