Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2015 | 12:00

Christy Kite látin

Christy, eiginkona frægðarhallarkylfingsins Tom Kite lést s.l. föstudag eftir langa baráttu við krabbamein.

Það var forseti Öldungamótaraðar PGA Tour, þ.e. Champions Tour, Greg McLaughlin, sem tvítaði fréttirnar í gær:

„The Champions Tour family mourns the passing of Christy Kite last evening. Our thoughts and prayers go to Tom and the entire Kite family.“

(Lausleg þýðing: „Champions Tour harmar andlát Christy Kite í gær. Hugsanir okkar og bænir eru með Tom og allri Kite fjölskyldunni.“ )

Kite ætlaði að taka þátt í fyrsta móti Champions Tour núna um helgina, en hætti við að taka þátt.  Jarðaför Christy Kite fer fram n.k. þriðudag í Austin, Texas.

McLaughlin staðfesti að svartir borðar ættu að notast á fyrsta teig í gær, laugardaginn 24. janúar í Hualalai til þess að sýna samúð með Kite, en meðal 19 sigra Kite á PGA Tour var Opna bandaríska, sem hann sigraði árið 1999.