Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2021 | 07:00

DJ og Paulina í bátspartýi

PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson og sambýliskona Hans og barnsmóðir, módelið Paulina Gretzky búa í Palm Beach, Fla. ásamt sonum sínum, Tatum 6 ára og River, 4 ára.

Í gærkvöld héldu þau bátsveislu þar sem m.a. voru Austin bróðir Dustin ásamt eiginkonu sinni Samantha og fjölmörgum vinum hjónaleysanna. 

Í vídeómyndskeiðum frá partýinu sést Paulina m.a. skála í kampavíni við nokkrar vinkonur sínar .

Paulina var í grænu bikini með kúrekahatt en DJ í ljósbláum stuttbuxum og hvítum bol.

Hvað klæðaburð þeirra snertir þá hafa meiri spekúlasjónir verið í kringum brúðkaup þeirra, en þau hafa verið þögul um smáatriði væntalegs þess.

Þó er vitað að Paulina mun klæðast brúðarkjól frá Veru Wang og nú er vitað um hvar brúðkaupið fer fram en það er Blackberry Farm, í Tennessee, en ein brúðkaupsmeyja hennar missti það út úr sér.

Blackberry Farm er 5 stjörnu lúxushótelstaður m.a.  með heimsklassa vínrækt og -kjallara og býður gestum sínum að gista jafnt í lúxussvítum sem smáhýsum.

Blackberry Farm

Innadyra í „hlöðu“ Blackberry Farm