Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2019 | 09:30

DJ ósáttur við aðeins 1 risamótssigur

Nr. 2 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) segist ergilegur og vonsvikinn með að hafa aðeins 1 risamótssigur í beltinu, en telur sig hafa nægan tíma til þess að breyta þessu, t.a.m nú í ár á Masters risamótinu, sem hefst á morgun.

Hinum 34 ára Bandaríkjamanni var velt úr efsta sæti heimslistans í þessari viku af enska kylfingnum Justin Rose.

Eini risamótssigur DJ kom árið 2016 á Opna bandaríska.

Hann hefir 6 sinnum verið meðal efstu 5 í risamótum, þ.á.m. í 2. sæti á Opna breska 2011 og Opna bandaríska 2015 og var T-5 á PGA Chapionship 2010 eins og frægt er orðið eftir að víti sem hann hlaut fyrir að kylfuhaus hans snerti sand í sandglompu á 72. holu kostaði hann möguleikann á sigri.

Ég myndi svo gjarnan vilja hafa unnið nokkra risatitla í viðbót. Ég átti nokkur góð tækifæri, sem mér tókst ekki að nýta,“ sagði DJ í viðtali fyrir Masters í gær.

Vonsvikinn eða ergilegur, annaðhvort er OK til að lýsa tilfinningum mínum. En, ég meina, þetta er golf. Þessi leikur er mjög pirrandi og svekkjandi á stundum.“

En ég er ánægður með feril minn til þessa. En mér finnst svo sannarlega að hann gæti hafa verið betri. En ég vonandi á enn langan tíma eftir á ferlinum.

Árið 2017 var talið næsta öruggt að DJ myndi sigra á Masters, en hann er m.a. sá kylfingur með mestu högglengdina af teig á PGA Tour. Það ár datt DJ niður stiga í húsi sem hann var búinn að leigja og gerði þar með að engu sigurvonir hans. Kannski DJ nái loks nú í ár sigrinum, sem hann af mörgum er talinn hafa misst af vegna óhappsins 2017? Masters risamótið hefst á morgun 🙂