Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2019 | 22:00

DJ segir skilið v/sveifluþjálfara sinn

Dustin Johnson (DJ) hefir sagt skilið vð sveifluþjálfara sinn til langs tíma, Claude Harmon III og er ákvörðun þeirra um að hætta samstarfinu sameiginleg.

DJ hefir verið að vinna í sveilfu sinni fyrir RBC Heritage mótið með gamla þjálfaranum sínum frá því í háskóla, Allen Terrell, sem jafnframt er framkvæmdastjóri golfskóla DJ þ.e. Dustin Johnson Golf School í S-Karólínu.

Er sagt að samstarf þeirra hafi komið Claude Harmon í opna skjöldu og reyndi hann að hafa samband við DJ en fékk engin svör. Hann upplýsti DJ síðan um það að hann teldi að það væri fyrir bestu ef þeir hættu öllu samstarfi.

Í fréttatilkynningu sem DJ lét síðan frá sér fara sagði m.a.: „Ég ber mikla virðingu fyrir Claude, bæði sem þjálfara og vin og kann að meta allt sem hann hefir gert fyrir feril minn. Hann hefir án efa hjálpað mér að ná mörgum af markmiðum mínum.

Í fréttatilkynningunni sagði jafnframt að DJ myndi halda áfram að starfa með föður Claude, Butch, gegnum vídeó og í eigin persónu í Las Vegas en að DJ og Claude „hefðu sameiginlega ákveðið að það væri best ef (Claude) beindi kröftum sínum að öðru.“

DJ hefir átt ágætistímabil þar sem oft hefir aðeins vantað herslumuninn og oftar en ekki hefir hann landað 2. sætinu af þeim 7 skiptum, sem hann hefir verið í topp-10 sætum af þeim 11 mótum sem hann hefir tekið þátt í.

Eftir sigurinn á WGC-Mexico Championship í febrúar sl. hefir hann t.a.m. orðið í 2. sæti á báðum risamótunum, Masters  og PGA Championship, það sem af er árs.

Johnson mun reyna að verja titil sinn á RBC Canadian Open, nú í vikunni og síðan mun hann reyna að krækja sér í 2. risamótasigur sinn á Opna bandaríska á næstu viku.