Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2019 | 06:00

Dræver Schauffele stóðst ekki próf

Dræver hins 4 falda PGA Tour sigurvegara Xander Schauffele stóðst ekki svokallað CT/COR próf á þriðjudaginn fyrir Opna breska.

Schauffele telur að R&A hafi lekið þessum upplýsingum og var ekkert of ánægður með það.

Reyndar var hann foxillur sagði að R&A „pissed him off“ með það að láta þessa frétt spyrjast út, sem og það að hann hefði verið kallaður svindlari af meðspilara sínum, þó það hafi bara verið sagt í gríni.

Það hefði átt að hafa hljótt um þetta. En R&A stóð sig ekki í stykkinu með að fara með þetta sem einkamál,“ sagði Schauffele m.a. eftir 3. hring Opna breska.

Á Opna breska á sl. ári, sem þá fór fram á Carnoustie, hóf R&A að kanna í tilviljunarkenndu úrtaki drævera 1/5 hluta keppenda, hvort höggflöturinn á kylfuandlitinu væri í samræmi við staðla. Í Carnoustie kom ekkert óvenjulegt fram, öfugt við núna á Royal Portrush.

Aðrir dræverar stóðust ekki prófið heldur,“ sagði Schauffele. „Ég ætla bara að segja að ég er ansi viss um að PXG dræverarnir stóðust ekki prófið, sem og TaylorMade og Callaway dræverarnir.“

En engu var lekið um það, hafi svo verið raunin.

„Ég er ósáttur við R&A vegna þess að þeir gerðu atlögu að ímynd minni með því að halda þessu ekki prívat,“ sagði Schauffele.

R&A svöruðu athugasemdum Schauffele ekki beint en sögðu eftirfarandi í fréttatilkynningu: „Við hlustum alltaf á viðbrögð kylfinga og við höfum gert svo í þessu tilviki. Við munum halda áfram að fara með þetta sem prívat trúnaðarmál.

Forstjóri PXG Dr. Bob Parsons neitaði því aðspurður að PXG dræverarnir hefðu ekki staðist prófunina en fulltrúi TaylorMade neitaði að tjá sig um málið.

Xander Schauffele lauk keppni á Opna breska T-41 á samtals 2 yfir pari.