Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2019 | 10:00

Dýr á golfvöllum: Krókódíll étur snák á Zurich Classic

Í þessari viku á Zurich Classic of New Orleans þá var mikið um dýralíf á vellinum, eins og alltaf.

TPC Louisiana er fullt af krókódílum, snákum, fuglum og allt þar á milli og kylfingar, áhangendur og fjölmiðlamenn verða að gæta sín þegar þeir fara um völlinn.

Sl. fimmtudag náðist eftirfarandi myndskeið af krókódíl að éta snák á vellinum, sem síðan birtist á félagsmiðlum PGA Tour.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:

Á fimmtudeginum var líka forvitinn krókódíll sem tékkaði eina af földum myndavélum PGA Tour, með því að synda að henni og rannsaka hana, sem hugsanlega fæðu.

Á föstudeginum sló t.a.m. Si Woo Kim aðhögg sitt meðan risakrókódíll lá í sólbaði aðeins nokkra metra frá.

Jamms, golfið er svolítið með öðru sniði í New Orleans.