Dýr á golfvöllum: Króksi bjargaði kylfingnum
Dýr sem maður hittir fyrir á golfvöllum eru mishættuleg og þegar spilað er í Flórída geta dýrin, sem maður hittir fyrir verið örlítið hættulegri en þessir týpísku fuglar eða kanínur mætir á golfvöllum hérlendis.
Joanne Sadowsky, var að spila í hjóna- og para móti í Bonita National golfklúbbnum í Corkscrew Swamp Sanctuary í Bonita Springs, Flórída, þegar krókódíll bjargaði henni.
Þegar Sadowsky sló teighögg sitt á 2. holu stefndi boltinn í vatnshindrun, en þar bjargaði ólíklegur kandídat henni frá því að fá víti.
„Ég sjankaði boltann til hægri og hann stefndi í vatnið,“ sagði Sadowsky í viðtali við The Naples Daily News. „Hann fór nálægt hausnum á króksa, sem sá í hvað stefndi og stökk upp og greip boltann.“
Bleikur golfbolti Sadowsky endaði í kjaftinum á króksa og Sadowsky var nógu sniðug að ná mynd af atvikinu sem sönnunagagn fyrir efasemdar- menn.
„Hann (Króksi) bjargaði mér frá því að hljóta víti,“ sagði Sadowsky.
Hún fékk frídropp skv. reglu 16-2, en það dugði þó ekki til að hún og eiginmaður hennar Len ynnu til verðlauna í mótinu.
„Við vorum nálægt sigursæti, en fengum engin verðlaun.“ sagði Sadowsky loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024