Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2019 | 08:45

Dýr á golfvöllum: Króksi bjargaði kylfingnum

Dýr sem maður hittir fyrir á golfvöllum eru mishættuleg og þegar spilað er í Flórída geta dýrin, sem maður hittir fyrir verið örlítið hættulegri en þessir týpísku fuglar eða kanínur mætir á golfvöllum hérlendis.

Joanne Sadowsky, var að spila í hjóna- og para móti í Bonita National golfklúbbnum í Corkscrew Swamp Sanctuary í Bonita Springs, Flórída, þegar krókódíll bjargaði henni.

Þegar Sadowsky sló teighögg sitt á 2. holu stefndi boltinn í vatnshindrun, en þar bjargaði ólíklegur kandídat henni frá því að fá víti.

Ég sjankaði boltann til hægri og hann stefndi í vatnið,“ sagði  Sadowsky í viðtali við The Naples Daily News. „Hann fór nálægt hausnum á króksa, sem sá  í hvað stefndi og stökk upp og greip boltann.“

Bleikur golfbolti Sadowsky endaði í kjaftinum á króksa og Sadowsky var nógu sniðug að ná mynd af atvikinu sem sönnunagagn fyrir efasemdar- menn.

„Hann (Króksi) bjargaði mér frá því að hljóta víti,“ sagði Sadowsky.

Hún fékk frídropp skv. reglu 16-2, en það dugði þó ekki til að hún og eiginmaður hennar Len ynnu til verðlauna í mótinu.

„Við vorum nálægt sigursæti, en fengum engin verðlaun.“  sagði Sadowsky loks.