Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2024 | 12:00

Eiginkona Tommy Fleetwood vildi ekki að hann gengi til liðs við LIV

Tommy Fleetwood, silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum 2024 leitaði til eiginkonu sinnar, Clare, þegar hann fékk samningstilboð frá LIV Golf.

Fleetwood fékk tilboð frá LIV Golf, sem stutt er af Sádi-Arabíu, eins og fleiri PGA kylfingar. fyrir þriðja keppnistímabil LIV mótaraðarinnar (nú í ár).

Ábatasöm tilboð LIV  hafa tælt fremstu kylfinga heims  á undanförnum tveimur árum. En Fleetwood, 33 ára, og Clare, 56 ára, sem einnig er umboðsmaður hans, komust að þeirri ákvörðun sameiginlega að hafna mjög svo ábatasömum tilboðum LIV.

Þau útskýrðu hvernig peningarnir hefðu ekki haft nein áhrif í  Performance People hlaðvarpinu, þar sem Tommy sagði: „Flestir – flestir íþróttamenn taka í rauninni ekki þátt vegna peningana. Ég spilaði aldrei fyrir peningana. Ég get horft á það sem ég hef þénað, á hverjum tíma, í hverri viku.“

En í raun og veru snýst þetta miklu meira: um sjálfan mig, ánægjuna og hvernig ég stend mig, get ég unnið mótin? Þessir (peningar) komu ekki inn í jöfnuna fyrir mig, en örugglega fyrir sumt fólk, og ég skil hversu freistandi tilboðin eru. Um það mætti segja ýmislegt.“

Maður getur spilað illa og fengið borgað, það er frábært. Ég sneri mér til Clare….“ (eiginkonu hans og umboðsmanns) og hún lagðist gegn því að Tommy gengi til liðs við LIV og þar við sat.

Tommy og Clare Fleetwood vilja ekki vera á LIV mótaröðinni

Þetta (golfið) er auðvitað ástríða mín, en ég á líka fjölskyldu og það eru miklu fleira sem þarf að líta til vegna hennar. En á endanum segir Clare alltaf við mig:Það er það sem gerir þig hamingjusaman og það er það sem þér finnst vera best fyrir þig„. og svo bætti hún við þegar ég var að taka LIV ákvörðunina: „Mun það í raun breyta einhverju, mun það breyta lífi þínu?

Clare hélt áfram: „Það mun ekki breyta lífi okkar. Fleetwood sagðist hafa sagt: „Og það gerir það í rauninni ekki. Allt sem ég geri er að spila eins vel og ég get og fá sem mest út úr sjálfum mér sem kylfingur og íþróttamaður. Og það er allt sem ég hef nokkurn tíma hugsað um. Hvort sem það er að spila þar sem ég er núna eða spila einhvers staðar annars staðar, myndi ég taka ákvörðun út frá því en ekki út frá peningunum.“

Fyrir nr. 11. á heimslistanum (Tommy Fleetwood) er þetta ferli, sem hefur verið staðfest með frammistöðu hans í París 2024. Hann endaði í öðru sæti á Le Golf National á eftir Scottie Scheffler. Árangur hans á leikunum hefði kannski ekki verið mögulegur ef hann hefði gengið til liðs við LIV, þar sem mót þeirra gefa ekki stig á heimslistann í golfi, sem er notaður til að ákveða hver fær að vera fulltrúi lands síns á Ólympíuleikunum.
Tommy Fleetwood var fagnað í Frakklandi af Clare, sem tók við starfi  umboðsmanns hans, þegar hann gekk til liðs við Hambric Sports Management árið 2015.

Tommy Fleetwood þegar hann sigraði Race to Dubai 2017 ásamt Clare og nýfæddum syninum, Franklin.

Rómantík kviknaði fljótt, þó að Clare hafi upphaflega hafnað  því þegar Fleetwood bar í víurnar við hana. Þau giftu sig þó aðeins tveimur árum síðar (2017), eftir að Clare hafði fætt son þeirra Franklin, sem er nú sex ára. Fleetwood er einnig stjúpfaðir tveggja sona Clare frá fyrsta hjónabandi.