Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2019 | 10:00

7 eiginkonur þekktra kylfinga

Í gær var í Bandaríkjunum dagur, sem við höldum ekki hátíðlegan hér á Íslandi en það er „National Spouses Day.“ Við erum e.t.v. meira gamaldags en bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur deginum áður þ.e. 25. janúar.

Í tilefni af National Spouses Day voru golffréttavefir fullir af fréttum af eiginkonum þekktustu kylfinganna (oft líka nefndar WAG´s, sem er stytting á Women and Girlfriends).

Þurfum engan sérstakan dag, en það er s.s. ekkert launungarmál að bestu kylfingarnir eru oftar en ekki með eða giftir alveg ótrúlega glæsilegum konum og allt í lagi að birta hér 7 dæmi um slíkt:

Mandatory Credit: Photo by Press Eye Ltd/REX/Shutterstock (5490786k)
Rory McIlroy and Erica Stoll

Fyrst í svona upptalningu er oftar en ekki eiginkona Rory McIlroy, Erica Stoll. Stoll er eiginkona nr. 8 á heimslistanum. Hún er 29 ára, fædd í New York en býr nú í Palm Beach Gardens í Flórída. Hún hitti Rory McIlroy 2012 á Ryder Cup í Medinah í Chicago. Hún vakti hann þegar hann svaf yfir sig s.s. frægt er orðið og bjargaði sigri liðs Evrópu í Rydernum með því. Þau Rory giftust í írskum kastala árið 2017.

Brúðkaupsmynd Kate og Justin Rose

Kate Phillips og nr. 1 á heimslistanum Justin Rose kynntust árið 2000 og 20 árum og 2 börnum síðar eru þau enn jafnástfangin og á 1. degi. Kate er sjálf keppnismanneskja en hún keppti alþjóðlega fyrir England í fimleikum á yngri árum.

Annie og Jordan Spieth

Jordan Spieth nú í 20. sæti heimslistans og kærasta hans til margra ára Annie Verret, giftu sig á Þakkargjörðarhátíðinni 2018.

Keegan Bradley (nr. 32 á heimslistanum) og Jillian Stacey ólust upp ekki langt hvort frá öðru. Þau hins vegar voru mjög stutt saman áður en þau giftu sig árið 2016. Á síðasta ári eignuðust þau síðan sitt fyrsta barn.

Jason, Dash, Lucy og Ellie Day

Ellie er af fátæku foreldri og ólst upp, upp í sveit. Hún kynntist eiginmanni sínum, Ástralanum Jason Day (nr. 12 á heimslistanum) og á með honum tvö börn í dag, soninn Dash og dótturina Lucy. Fjárhagserfiðleikar æskuáranna eru að baki, því eiginmaðurinn hlýtur eitt sér 10 milljónir bandaríkjadala árlega fyrir að auglýsa Nike, auk alls verðlaunafjár, sem hann hefir unnið sér inn.

Sergio ásamt konunum sínum Angelu og Azaleu

Sergio Garcia (nr. 27 á heimslistanum) kvæntist eiginkonu sinni, hinni bandarísku Angelu Akins 2017. Hann sigraði síðan á 1. risamóti sínu, Masters og þegar þau eignuðust fyrsta barn sitt, var hún skýrð í höfuðið á einni brautinni á Augusta National, Azalea, sem er latneska heitið yfir Alparós.

Adam Scott og Marie Kojzar

Kynþokkafyllsti karlkylfingur allra tíma Adam Scott (nr. 42 á heimslistanum) kvæntist eiginkonu sinni Marie Kojzar árið 2014. Þau eiga saman dótturina Bo Vera Scott, en hjónin eru sammála um að halda dóttur sinni utan kastljóss fjölmiðla, þannig að engar myndir eru til af henni sem sýndar hafa verið opinberlega né af þeim 3 saman.