Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 11:40

Eimskipsmótaröðin (5): Securitas-mótið hófst í Kiðjaberginu í dag

Í dag hófst 5. mótið á Eimskipsmótaröðinni – Securitas mótið sem fram fer í Kiðjaberginu  Alls eru 50 kylfingar skráðir til leiks;  10 konur og 40 karlar.

1. hringur er hafinn og hefir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýbakaður Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna tekið forystu í kvennaflokki eftir aðeins 3 spilaðar holur, en hún byrjaði geysivel; fékk fugla á fyrstu tvær holurnar í mótinu!

Í karlaflokki eru Arnar Snær Hákonarson og Einar Haukur Óskarsson með forystu líka á 2 undir pari eins og Ólafía Þórunn.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Securitas-mótsins SMELLIÐ HÉR: