Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2019 | 22:00

Einn fegursti kvenkylfingurinn – Susana Benavides

Fegurðin býr í auga þess er horfir“ (ens.: „Beauty is in the Eye of the Beholder“), segir gamalt enskt orðatiltæki og merkir með öðrum orðum, að hugmynd um fegurð er ekki áþreifanlegur veruleiki, eða eitthvað sem hægt er að líta á sem staðreynd, heldur er hún komin undir ákveðnu mati manna á hverjum tíma.

Flestir geta sammælst um það að Susana Benavides er einstaklega fallegur kylfingur … og er þar að auki góður kylfingur.

Hún er sú eina frá heimalandi sínu, sem spilað hefir á LPGA, en Benavides er frá Cochabamba, Bólivíu.

Susana Benavides oft bara kölluð Susy er fædd 29. janúar 1991 og er því nýorðin 28 ára.

Benavides byrjaði að spila golf 6 ára og meðal áhugamála utan golfsins er að borða góðan mat, horfa á kvikmyndir og hlusta á tónlist.

Hún var valin leikmaður ársins í Bólivíu 3 ár í röð (2006-2008) og var í bólivíska golflandsliðinu.

Benavides spilaði í bandaríska háskólagolfinu með með kvenliði háskólans Buckeye´s í Ohio State University.

Síðan spilaði Benavides fyrst á Symetra Tour 2010 og var síðan á þeirri mótaröð samfellt 2013-2017; einn besti árangur hennar þar er T-13.

Benavides hefir einnig sinnt og sinnir módelstörfum, kemur fram í ýmsum golfsendingum í Bandaríkjunum og er fastagestur á listum yfir fegurstu kylfinga heims.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af henni:

Sjá má fleiri myndir af Benavides á Twitter reikningi hennar sem sjá má með því að SMELLA HÉR: