Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2019 | 19:00

Eitt elsta skorkort í heimi fór á kr. 680.000 á uppboði

Heimsins elsta skorkort, sem ritað var í Skotlandi fyrir 199 árum náði u.þ.b. 5000 pundum eða ÍKR 680.000,- á uppboði í Edinborg.

Skorkortið sem er innrammað sýnir að herra Cundell spilaði 5 holur á Musselburgh linksaranum tvívegis þann 2. desember 1820.

Skorkortið sem hefir orðið fyrir barðinu á rigningu, þannig að blekið rann til, sýnir að Cundell spilaði holurnar 10 á 84 höggum, sem dugði til þess að vinna „the Leith Thistle Golf Club winter medal“.

Kylfingurinn (Cundell) skrifaði athugasemdir sínar með rithönd sinni að neðanverðu á skorkortið en þar segir:  “Dreadful storm of wind and rain — atmosphere quite yellow — just like the lurid regions of Pandemonium.”

Þetta er sjalfgæfur golfminjagripur, sem var eitt sinn í eigu Sir Henry Cotton, en var nú seldur í Bonhams’ Sporting Sale í Edinborg.

Tilboðsgjafi sem ekki vildi láta nafn síns getið hlaut skorkortið á £3800 — sem með öllum gjöldum endaði í £4812.

Talið er næsta víst að Cundell sé rithöfundurinn James Cundell, sem var félagi í  Thistle golfklúbbnum allt frá stofnun hans 1815 og gaf út eina fyrstu reglubók golfsins árið 1824.