Eitt elsta skorkort í heimi fór á kr. 680.000 á uppboði
Heimsins elsta skorkort, sem ritað var í Skotlandi fyrir 199 árum náði u.þ.b. 5000 pundum eða ÍKR 680.000,- á uppboði í Edinborg.
Skorkortið sem er innrammað sýnir að herra Cundell spilaði 5 holur á Musselburgh linksaranum tvívegis þann 2. desember 1820.
Skorkortið sem hefir orðið fyrir barðinu á rigningu, þannig að blekið rann til, sýnir að Cundell spilaði holurnar 10 á 84 höggum, sem dugði til þess að vinna „the Leith Thistle Golf Club winter medal“.
Kylfingurinn (Cundell) skrifaði athugasemdir sínar með rithönd sinni að neðanverðu á skorkortið en þar segir: “Dreadful storm of wind and rain — atmosphere quite yellow — just like the lurid regions of Pandemonium.”
Þetta er sjalfgæfur golfminjagripur, sem var eitt sinn í eigu Sir Henry Cotton, en var nú seldur í Bonhams’ Sporting Sale í Edinborg.
Tilboðsgjafi sem ekki vildi láta nafn síns getið hlaut skorkortið á £3800 — sem með öllum gjöldum endaði í £4812.
Talið er næsta víst að Cundell sé rithöfundurinn James Cundell, sem var félagi í Thistle golfklúbbnum allt frá stofnun hans 1815 og gaf út eina fyrstu reglubók golfsins árið 1824.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024