Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 07:00

Slök byrjun hjá Tiger á Honda Classic!

Tiger Woods hóf leik í gær í 2. sinn á árinu á PGA Tour – þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar frá Farmers Insurance Open fyrir mánuði síðan þegar hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn í því móti.

Fyrsti hringur hans á Honda Classic gefur ekki tilefni til bjartsýni að hlutirnir séu að snúast til betri vegar hjá honum.  Tiger kláraði 1. hring á 71 höggi á PGA National, sem er í besta falli árangur í meðallagi.

En hann átti sín móment, þegar slátturinn var góður, en hann var ekki með stöðugleikann til þess að setja saman pottþéttan hring. Tiger hitti aðeins 8 af 14 brautum og 12 af 18 flötum á tilskyldum höggafjölda. Hann var líka með 30 pútt á hringnum (sem auðvitað er alltof mikið fyrir nr. 1 á heimslistanum!)  M.ö.o. hann var stöðugt að bjarga því sem hægt var að bjarga og hjakkaðist um á erfiðum vellinum.

„Jamm, hann (leikurinn) var svo sannarlega ekki að smella í dag,“ sagði Tiger um 1. hring sinn.

Mest af öllu átti Tiger í erfiðleikum með púttin sín og þegar hann virtist ná tökum á þeim átti hann í erfiðleikum með sláttinn.

Bara allt að leiknum hjá honum!

„Nú, ég setti ekki mörg niður,“ sagði Tiger um púttin sín. „Ég hefði líklega átt að segja niður á fyrstu 4. holunum, ég las línuna en setti ekkert af þeim niður. Síðan bjargaði ég mér vel þrisvar í röð á 16., 17. og 18. sem var fínt og síðan var ég ekkert að slá vel á seinni 9. En þá fór ég að pútta betur. Dæmigert!“

„Ég sló vel í byrjun. Ég var mistækur um miðbikið, en var farinn að slá vel í lokin. En það var bara annaðhvort í boði; ég annaðhvort sló vel og missti pútt eða hjakkaðist um en púttaði vel.“

Tiger virtist eiga í erfiðleikum með að lesa flatirnar.

„Ég átti ekkert góða byrjun – Ég sagðist hafa lesið flatirnar á fyrstu 4 og það voru auðveld pútt, en ég var bara ekki með réttan hraða,“ sagði hann. „Ég las áferð/korn flatanna  (ens. the grain) í flötunum vitlaust en hún/þau er/eru ansi sterk þarna úti.“

„Þær (flatirnar) eru hægari, en með mikið af kornum og ég mislas áferðina nokkrum sinnum í dag, það var sama hversu mikið ég pældi. Við vorum að tala um það í ráshópnum hversu allt öðruvísi völlurinn er í ár samanborið við í fyrra. Þær (flatirnar) voru eins hálar og þær geta orðið í fyrra meðan þær voru límkenndari (ens. sticky) og hægari nú.“

Nú, PGA National er þarna rétt hjá heimili Tiger á Jupiter Island þannig að það er enginn afsökun fyrir hann að koma ekki og taka nokkra aukaæfingahringi til að vera búinn að fá hraða flatanna á hreint.   En bara það að hann kæmi myndi skapa kaos og líklega yrði að loka vellinum, þannig að vel er skiljanlegt að hann hafi sleppt að koma.

Nokkrir ljósir punktar virtust þó líka vera að finna í leik hans sbr. Tiger: „Ég sló nógu vel að ég hefði átt að vera á 3-4 högga lægra skori en ég er á. Ég verð bara að lesa flatirnar betur í dag!

Það verður hann svo sannarlega að gera því sem stendur er Tiger T-81 og undir niðurskurðarlínunni af 144 keppendum.