Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 18:55

EPD: Stefán Már (58. sæti) og Þórður Rafn (88. sæti) hafa lokið 1. hring á Amelkis Classic

Í dag byrjaði í Amelkis í Marrakesh, í Marokkó Amelkis Classic mótið á EPD-mótaröðinni þýsku. Meðal þátttakenda eru Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR.

Stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2011: Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.

Stefán Már lék á +3 yfir pari, 75 höggum í dag. Stefán byrjaði á 10. teig og fékk frekar dapra byrjun tvo skolla sem hann tók aftur með fugli á 18. braut. Á 11. braut fékk hann skramba, síðan fylgdu 2 skollar og hann lauk hringnum með glæsierni á par-4, 6. brautinni. Vonandi tekur Stefán Már arnartilfinninguna með sér á 2. hring á morgun og rústar honum!  Eftir 1. dag deilir Stefán Már  58. sæti með öðrum.

Þórður Rafn spilaði á +5 yfir pari, 77 höggum, fékk 5 skolla og deilir 88. sæti.

Það eru 40 eftstu sem komast í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti eftir 1. dag er heimamaðurinn Younes El Hassani, sem kom í hús á glæsilegum 62 höggum.

Golf 1 óskar þeim Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Amelkis Classic eftir 1. dag smellið HÉR: