Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 22:00

EPD: Lokahring á Gloria Old Course Classic aflýst

Lokahringnum á Gloria Old Course Classic var aflýst í dag vegna mikilla rigninga sem varð til þess að golfvöllurinn var óspilandi. Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR tóku báðir þátt í mótinu og voru komnir í gegnum niðurskurð.

Stefán Már varð T-36 ásamt tveimur Austurríkismönnum, Leo Astl og Rene Gruber og Grikkjanum Panos Karantzias. Þeir voru á samtals á +5 yfir pari, 149 höggum, Stefán Már (76 73). Fyrir þennan árangur sinn hlutu Stefán Már og hópurinn sem hann var í € 309 (u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur).

Þórður Rafn varð T-40 ásamt 7 öðrum: Svisslendingunum Chris Achermann og Ken Benz, Þjóðverjunum Stephan Gross og Christian Büker, Austurríkismanninum Christoph Pfau, Hollendingnum Nicholas Nubé og Bandaríkjamanninum Peter Dernier Owens.  Þeir voru allir á +6 yfir pari, samtals 150 höggum hver, Þórður á (76 74) og hlutu þeir allir  € 230 (u.þ.b. 35.000 íslenskar krónur).

Í efsta sæti varð Þjóðverjinn Björn Stromsky á samtals -4 undir pari (68 70) og hlaut í sigurlaun € 5000 (u.þ.b. 850.000 íslenskar krónur).

Til þess að sjá úrslit á Gloria Old Course Classic, smellið HÉR: