Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2012 | 06:00

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn náðu ekki niðurskurði á Sueno Pines Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR náðu ekki niðurskurði á Sueno Pines Classic í Belek í Tyrklandi í gær, en mótið er hluti af fyrstu mótum EPD-mótaraðarinnar þýsku á árinu, en þau fara fram í Tyrklandi og Marokkó.

Magakveisa var að hrjá Stefán Má og hætti hann spili eftir 8 holur á þessum 2. degi mótsins. Það var grátlegt því eftir fyrsta dag mótsins var Stefán Már í góðri stöðu, T-14.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1.

Þórður Rafn lauk hins vegar leik á +9 yfir pari, en niðurskurður miðaðist við +5 yfir par.  Þórður Rafn var því aðeins 4 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Hann lauk leik á 153 höggum (74 79).

Til þess að sjá úrslit úr Sueno Pines Classic smellið HÉR: