Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:30

EPD: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Open Samanah mótinu sem fram fór á Jack Nicklaus hannaða golfvellinum í Samanah Country Club í Marakesh,Marokkó,  en mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni.

Þórður lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (74 76).

Aðeins 40 efstu og þeir sem jafnir voru í 40. sætinu komust áfram og var niðurskurður að þessu sinni miðaður við samtals 2 yfir pari.

Það munaði því 4 höggum að Þórður Rafn kæmist í gegn.

Til þess að sjá stöðuna á Open Samanah SMELLIÐ HÉR: