Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2012 | 17:00

Ernie Els spilaði frábært golf – lauk 4. hring á Opna breska rétt í þessu á samtals 7 undir pari

Ernie Els frá Suður-Afríku spilaði svo sannarlega glæsigolf í dag. Hann var rétt í þessu að ljúka leik á Opna breska á 2 undir pari, 68 höggum.  Samtals spilaði snillingurinn suður-afríski með mjúku sveifluna á 7 undir pari (67 70 68 68) og spennan í hámarki, því Adam Scott sem leiðir og á 2 holur eftir óspilaðar er kominn niður í 8 undir par og spurning hvort skorið dugi Els til þess að knýja fram umspil eða jafnvel sigur. Munurinn milli þeirra er aðeins 1 högg.

Heldur Adam Scott út?  Þetta er spurningin þennan æsispennandi hálftíma sem eftir er af þessu risamóti, sem á mestu söguna af öllum rismótunum 4. Spennandi!