Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2014 | 11:00

EurAsia Cup: Evrópa 7 – Asía 3 – Hápunktar 2. dags

Lið Evrópu er algerlega að valta yfir lið Asíu í EurAsíu bikarnum, en mótið fer fram á „heimavelli“ Asíu Glenmarie golfklúbbnum í Kuala Lumpur, Malasíu.

Á 2. degi mótsins náði lið Asíu þó að sigra í tveimur viðureignum og jafntelfi varð í 2 leikjum.

Leikirnir fóru á eftirfaranda máta: 

1 Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat g. Miguel Angel Jimenez og Pablo Larrazabal  A/S  Allt jafnt

2 Koumei Oda og Hideto Tanihara  g. Gonzalo Fernandez-Castaño og Stephen Gallacher  A/S  Allt jafnt

Anirban Lahiri og Siddikur Rahman g. Joost Luiten og Victor Dubuisson 1&0.  Sigur liðs Asíu.

Prayad Marksaeng og Kim Hyung-sung g.Thomas Björn og Thorbjörn Olesen. 4&3 Sigur liðs Asíu.

Graeme McDowell og Jamie Donaldson g. Gaganjeet Bhullar og Nicholas Fung, 2&1. Sigur liðs Evrópu.

(Sigurlið eru feitletruð)

Líð Evrópu þarfnast aðeins 3,5 stig til þess að sigra á morgun í tvímenningunum 10 á lokakeppnisdeginum.

Til þess að sjá link inn á skortöflu sem sýnir stöðuna á EurAsia Cup eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR: