Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2014 | 10:00

EurAsia Cup: ÓVÆNT ÚRSLIT – Asía 10 – Evrópa 10 – Hápunktar lokadagsins

Staðan fyrir tvímenningana 10, sem leiknir voru í dag í Glenmarie G&CC í Kuala Lumpur, Malasíu var 7:3 liði Evrópu í vil.

Lið Evrópu þurfti því aðeins 3,5 vinning til þess að sigra í keppninni – 3 sigra 1 jafnan leik úr 10 leikjum!!! ….. en leikar fóru engu að síður þannig að  lið Evrópu náði aðeins 3 vinningum og því fóru leikar svo að liðin skildu jöfn.

Þeir sem héldu uppi heiðri Evrópu voru fyrirliðinn Miguel Angel Jiménez sem vann sinn leik gegn Nicholas Fung og Hollendingurinn Joost Luiten, sem sigraði Koumei Oda, en báðir leikirnir unnust með minnsta mun, 1&0.

Í tveimur tilvikum féll allt á jöfnu þ.e. í leik þeirra Gonzalo Fdez-Castaño og Hideto Tanihara og Jamie Donaldson og Prayad Marksaeng.

Alla hina leikina 6 tapaði lið Evrópu … og gleði liðs Asíu að sama skapi mikill enda mikill varnarsigur unninn!!!  Það þurfti aðeins 1/2 vinning í viðbót, sem ekki tókst að draga að landi. Ótrúlega óvænt úrslit þetta!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á EurAsia Cup SMELLIÐ HÉR: