Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 09:00

European Young Masters: Ísland í 16. sæti fyrir lokahringinn

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á European Young Masters sem fram fer á Penati golfsvæðinu í Slóvakíu. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri og sigraði Perla Sól Sigurbrandsdóttir á þessu móti fyrir tveimur árum.

Keppendur Íslands eru Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, Gunnar Þór Heimisson, GKG, Arnar Daði Svavarsson, GKG, og Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG.

Keppt er í einstaklings – og liðakeppni. Leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum í þar sem að keppt er í höggleik. Í liðakeppninni telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á hverjum hring.

Eftir 2. keppnisdag er staðan eftirfarandi:

Í stúlknaflokki eru 55 keppendur.

Pamela Ósk, GM er T-17 á samtals 145 höggum (70 75).

Eva Fanney, GKG er T-53 á 160 höggum (79 81)

Í piltaflokki eru 60 keppendur.

Gunnar Þór, GKG er T-28 á samtals 145 höggum (73 72)

Arnar Daði, GKG er T-36 á samtals 147 höggum (74 73).

Samtals í liðakeppninni töldu því skor Pamelu Ósk, Arnars Daða og Gunnar Þór og eftir 2. dag er Ísland í 16. sæti af 29 þjóðum, sem er nokkurn veginn fyrir miðju Flokkur árangur þetta!!!