Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 06:00

European Young Masters: Ísland varð T-16

European Young Masters fór fram dagana 25.-27. júlí 2024 á Penati golfstaðnum í Slóvakíu og lauk því í gær.

Þátt tóku lið 29 þjóða.

Fyrir hönd Íslands kepptu þau: Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM; Eva Fanney Hjaltadóttir, GKG; Gunnar Þór Heimisson, GKG og Arnar Daði Svavarsson, GKG.

Lið Íslands lauk keppni T-16 þ.e. deildi 16. sætinu með liði Portúgal og liði Póllands.

Sjá má öll úrslit á European Young Masters með því að SMELLA HÉR: