European Young Masters: Perla Sól T-2 e. 2. dag -Glæsileg!!!
Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á European Young Masters sem fram fer á Linna golfvellinum í Finnlandi, dagana 21. – 23. júlí 2022. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri.
Keppendur Íslands eru Skúli Gunnar Ágústsson, GA – Veigar Heiðarsson, GA – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Skúli er með 1 í forgjöf, Veigar 1,1, Helga Signý 1,7 en Perla Sól er með lægstu forgjöfina af íslensku keppendunum eða -3,5.
Keppt er í einstaklings – og liðakeppni. Leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum í þar sem að keppt er í höggleik. Í liðakeppninni telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á hverjum hring.
Mótið er gríðarlega sterkt og eru yfir 70 keppendur með 0 eða lægri forgjöf. Lægsta forgjöfin er -5 og 30 keppendur eru með -3 eða lægra í forgjöf á þessu móti.
Alls eru 117 keppendur á þessu móti og koma þeir frá 31 þjóðum.
Eftir 2. dag er staðan eftirfarandi meðal íslensku keppendanna:
Perla Sól er T-2 en hún kefir samtals spilað á sléttu pari, 144 höggum (72 72).
Helga Signý er T-45, en hún hefir spilað samtals á 21 yfir pari.
Veigar er hefir spilað á 11 yfir pari og er T-36.
Skúli Gunnar hefir spilaö á 19 yfir pari og er í 52. sæti.
Í liðakeppninni er Ísland í 17. sæti af 29 þjóðum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024