Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2012 | 22:35

Eva Karen Björnsdóttir sigraði í stelpuflokki 14 ára og yngri á Unglingamótaröð Arion banka (3) á Korpúlfsstaðavelli

Það var Eva Karen Björnsdóttir, GR, sem sigraði á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka í dag.  Eva Karen og Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK, voru jafnar eftir hefðbundnar 36 holur og því varð að koma til umspils milli þeirra þar sem Eva Karen hafði betur.

Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Báðar voru þær Eva Karen og Þóra Kristín á 29 yfir pari, samtals 173 höggum eftir 36 holur, Eva Karen (89 84) en Þóra Kristin (91 82).

Í 3. sæti varð síðan Ólöf María Einarsdóttir, GHD, á samtals 33 yfir pari, samtals 177 höggum (88 89).

Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Mynd: Golf 1

Helstu úrslit í stelpnaflokki 14 ára og yngri urðu annars eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur
1 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 16 F 40 42 82 10 91 82 173 29
2 Eva Karen Björnsdóttir GR 17 F 41 43 84 12 89 84 173 29
3 Ólöf María Einarsdóttir GHD 22 F 46 43 89 17 88 89 177 33
4 Saga Traustadóttir GR 18 F 42 46 88 16 92 88 180 36
5 Thelma Sveinsdóttir GK 21 F 41 49 90 18 90 90 180 36
6 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 19 F 45 49 94 22 90 94 184 40
7 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 21 F 46 52 98 26 94 98 192 48
8 Harpa Líf Bjarkadóttir GK 24 F 50 54 104 32 98 104 202 58
9 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 28 F 61 56 117 45 115 117 232 88