Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2012 | 12:30

Evróputúrinn: Victor Dubuisson efstur á Ballantines Open í Icheon eftir 1. dag

Það er Frakkinn Victor Dubuisson, sem er efstur eftir 1. hring á Ballantine´s Open sem hófst á Blackstone golfvellinum í Icheon, Seúl, í Suður-Kóreu, fyrr í dag.

Það gekk á ýmsu hjá Frakkanum unga á hringnum. Á skorkortinu hans voru 1 skrambi, 2 skollar og 8 fuglar. „Ég er mjög ánægður með að hafa spilað á -4 undir pari í dag,“ sagði  Dubuisson, sem er að vonast eftir að landa fyrsta titli sínum á Evrópumótaröðinni.

„Púttin mín voru virkilega, virkilega góð í dag og ég held að það sé eina leiðin að skora vel við þessar aðstæður.“

Í 2. sæti eru 5 kylfingar, þ.á.m. Paul Casey, á -2 undir pari, 70 höggum, hver.

í 7. sæti er loks komið af einum „Bondinum“ frá því í gær, þ.e. Adam Scott, sem deilir 7. sætinu með hvorki fleiri né færri en 10 kylfingum, sem allir hafa spilað á -1 undir pari, 71 höggi, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir Ballantine´s Open í Suður-Kóreu eftir 1. dag smellið HÉR: