Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Frakkinn Grégory Bourdy leiðir í Sevilla eftir 2. dag Open de España

Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem leiðir í Sevilla þegar Open de España er hálfnað. Hann var jafnframt á besta skori dagsins, glæsilegum, -6 undir pari, 66 höggum.  Hann fékk 8 fugla og 2 skolla í dag. Bourdy er samtals búinn að spila á -5 undir pari, samtals 139 höggum (73 66).

Öðru sætinu deila 4 kylfingar: heimamaðurinn Jorge Campillo, Englendingarnir Danny Willett og Robert Rock og Ítalinn Matteo Manassero, allir á samtals -4 undir pari, þ.e aðeins 1 höggi á eftir Bourdy.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Open de España smellið HÉR: