Evróputúrinn: Michael Hoey stóð uppi sem sigurvegari á Trophée Hassan II í Marokkó
Það var Norður-Írinn Michael Hoey, sem stóð uppi sem sigurvegari á Trophée Hassan II í dag. Hann var á samtals – 17 undir pari, 271 höggi (74 67 65 65) þ.e. bætti sig með hverjum hring, eftir fremur erfiða byrjun. Á hringnum í dag fékk Hoey 8 fugla og 1 skolla.
Hoey fæddist í Ballymoney, á Norður-Írlandi, 13. febrúar 1979 og er því 33 ára. Hann átti sitt besta ár á ferlinum í fyrra, árið 2011, þegar hann vann 2 mót á Evróputúrnum, Madeira Open og svo e.t.v. það mót sem mönnum er ferskara í minni Alfred Dunhill Links Championship á Skotlandi.
Í 2. sæti á Trophée Hassan II varð Írinn Damien McGrane, sem búinn var að leiða allt mótið. Damien spilaði á samtals – 14 undir pari, samtals 274 höggum (65 68 71 70) og átti engan draumaendi á annars ágætu móti, sem er svo nauðsynlegt þegar kylfingar á borð við Hoey eru að fara langt undir parið tvo daga í röð.
Í 3. sæti urðu 3 kylfingar – 2 Wales-verjar Philip Price og Jamie Donaldson og Englendingurinn Robert Coles, allir á -13 undir pari samtals.
Sjötta sætinu deildu aðrir 3 kylfingar Ítalarnir Edoardo Molinari og Matteo Manassero og Keith Horne frá Suður-Afríku allir á -12 undir pari hver, 5 höggum á eftir Michael Hoey.
Til þess að sjá önnur úrslit á Trophée Hassan II smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024