Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2012 | 14:45

Evróputúrinn: Thomas Björn og Rory McIlroy leiða þegar Dubai Desert Classic er hálfnað

Það eru Daninn Thomas Björn og Norður-Írinn ungi, Rory McIlroy sem leiða á Dubai Desert Classic, þegar mótið er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á -13 undir pari, samtals 131 höggi og hafa hringir þeirra spilast eins (66 65).

Rory McIroy sagði eftir hringinn: „Fuglarnir héldu bara áfram að tínast inn og það kom mér í góða stöðu. Ég er með mun meira sjálfstraust en í Abu Dhabi.“

Í 2. sæti er forsytumaður gærdagsins Rafael Cabrera-Bello, höggi á eftir þeim Björn og McIlory. Fjórða sætinu deila 3 frábærir kylfingar: Martin Kaymer, Scot Jamieson og Grégory Bourdy.  Þeir hafa allir spilað á samtals -11 undir pari og eru aðeins 2 höggum á eftir Björn og McIlroy.

Til þess að sjá stöðuna á Dubai Desert Classic eftir 2. dag smellið HÉR: