Evrópumót einstaklinga: Hulda Clara lauk keppni T-36
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, núverandi Íslandsmeistari í höggleik, var sú eina af 3 íslenskum keppendum, sem komst í gegnum báða niðurskurði í kvennaflokki á Evrópumóti einstaklinga.
Hún lauk keppni T-36; og spilaði samtals á 4 yfir pari, (75 72 74 71). Flottur árangur þetta ef litið er til þess að Hulda Clara deildi neðsta sæti fyrir lokahringinn af þeim, sem náðu þeim árangri að fá að spila lokahringinn!!! Glæsilegt!!!
Andrea Bergsdóttir, GKG & Hills Club og Perla Sól Sigurbergsdóttir, GR, tóku einnig þátt í mótinu, en komust ekki gegnum niðurskurði.
Það var hin sænska Louise Rydquist, sem sigraði í mótinu en hún lék á 14 undir pari, 274 höggum (73 66 67 68).
Í mótinu tóku þátt 144 af sterkustu áhugakylfingum Evrópu; Skorið var niður eftir 2. hring í 90 keppendur og í 60 eftir 3. hring.
Skv. þessu er Hulda Clara í efri fjórðungi þ.e. meðal 25% af bestu áhugakylfingum Evrópu.
Sjá má lokastöðuna á EM einstaklinga með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024