09 OCT 2022: Photograph the Ron Moore Intercollegiate Golf Tournament at the University of Denver Golf Club at Highlands Ranch in Highlands Ranch in Denver, CO ©Jamie Schwaberow/Clarkson Creative Photography
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 23:00

Evrópumót einstaklinga: Hulda Clara lauk keppni T-36

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, núverandi Íslandsmeistari í höggleik, var sú eina af 3 íslenskum keppendum, sem komst í gegnum báða niðurskurði í kvennaflokki á Evrópumóti einstaklinga.

Hún lauk keppni T-36; og spilaði samtals á 4 yfir pari, (75 72 74 71).  Flottur árangur þetta ef litið er til þess að Hulda Clara deildi neðsta sæti fyrir lokahringinn af þeim, sem náðu þeim árangri að fá að spila lokahringinn!!! Glæsilegt!!!

Andrea Bergsdóttir, GKG & Hills Club og Perla Sól Sigurbergsdóttir, GR, tóku einnig þátt í mótinu, en komust ekki gegnum niðurskurði.

Það var hin sænska Louise Rydquist, sem sigraði í mótinu en hún lék á 14 undir pari, 274 höggum (73 66 67 68).

Í mótinu tóku þátt 144 af sterkustu áhugakylfingum Evrópu; Skorið var niður eftir 2. hring í 90 keppendur og í 60 eftir 3. hring.

Skv. þessu er Hulda Clara í efri fjórðungi þ.e. meðal 25% af bestu áhugakylfingum Evrópu.

Sjá má lokastöðuna á EM einstaklinga með því að SMELLA HÉR: