Evrópumót einstaklinga: Íslandsmeistarinn spilar ein íslensku keppendanna lokahringinn
Andrea Bergsdóttir, GKG; nýkrýndur Íslandsmeistari Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR taka þátt í Evrópumóti einstaklinga.
Mótið fer fram á Messilä vellinum í Lahti, Finnlandi dagana 24.-27. júlí 2024 og lýkur því á morgun.
Keppendahópurinn varr skipaður 144 bestu leikmönnum Evrópu í flokki áhugamanna.
Alla keppnisdagana var spilaður 18 holu höggleikur og niðurskurðir eru 2: eftir 2. hring var skorið niður og aðeins 90 fengu að spila 3. hring og síðan var að nýju skorið niður eftir 3. hring og aðeins þær 60 bestu og þær sem jafnar voru í 60. sætinu, fengu að spila lokahringinn.
Perla Sól datt út í hálfleik á 9 yfir pari, 153 höggum (74 79).
Andrea náði ekki seinni niðurskurðinum, en hún lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (74 72 80) – það sárgrætilega er 3. hringur hennar en þar lék hún á +8, sem olli því að hún náði ekki 2. niðurskurði, eftir að hafa spilað fyrstu 2 hringina eins og engill.
Til að komast í gegnum seinni niðurskurð þurfti að spila á samtals 5 yfir pari eða betra og Hulda Clara Gestsdóttir, gerði nákvæmlega það sem þurfti og komst gegnum niðurskurð – spilaði á 5 yfir pari, (75 72 74). Hún spilar því lokahringinn í hópi 60 bestu á mótinu.
Fylgjast má með stöðunni á Evrópumóti einstaklinga (kvenkylfinga) með því að SMELLA HÉR:
Í aðalmyndaglugga f.v.: Andrea, Hulda Clara og Perla Sól. Mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024