Sigurbjörn Þorgeirsson, klúbbmeistari GFB 2019
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 17:00

Evrópumót eldri kylfinga: Sigurbjörn lauk keppni T-29

Tveir íslenskir keppendur eru á Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fer á Pärnu Bay Golf Links í Eistlandi dagana 9.- 11. júní. Keppt er í flokki 50 ára og eldri og +60 ára.

Alls eru 145 keppendur í karlaflokki og er leikið af hvítum teigum á þessu móti. Leiknar verða 54 holur, 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.

Halldór Birgisson, frá Golfklúbbnum Höfn í Hornafirði (GHH) og Sigurbjörn Þorgeirsson, frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (GFB) eru á meðal keppenda. Þeir félagar eru báðir með 0,1 í forgjöf en lægsta forgjöf mótsins er +3,8 og hæsta forgjöf mótsins er um 10. Báðir keppa í flokki 50+.  Halldór komst ekki gegnum niðurskurð.

Sigurbjörn lauk keppni T-29; lék á samtals 17 yfir pari, 233 höggum (76 79 78).

Sjá má lokastöðuna á Evrópumóti eldri kylfinga með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga:  Sigurbjörn Þorgeirsson (GFB).