Evróputúrinn: Lee Slattery tekur forystuna á 1. degi ISPS Handa Wales Open
Englendingurinn Lee Slattery, 33 ára, er kominn í forystu á 1. degi ISPS Handa Wales Open í fremur hvössu veðri á Celtic Manor Resort, þar sem mótið fer fram.
Slattery spilaði í dag á -4 undir pari, 67 höggum og fékk 5 fugla og 1 skolla. Þetta er frábær árangur hjá Slattery, sem komst í gegnum úrtökumóti fyrir Opna bandaríska á Walton Heath s.l. mánudag.
„Það voru mjög erfiðar aðstæður í dag,“ sagði Slattery eftir hringinn í dag. „Það var mikill vindur. Ég held meiri en búist var við. Að byrja daginn vel með 2 fuglum skipti öllu. Það þýddi að ég hafði allt að vinna það sem eftir var.“
Nokkrir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þegar þetta er ritað (kr. 17:30) og helst að Írinn Simon Thornton gæti enn breytt stöðunni aðeins en hann er á 15. holu á -3 undir pari og gæti því jafnað eða jafnvel komist yfir Slattery.
Þjóðverjinn Marcel Siem spilaði á-3 undir pari, 68 höggum og er í 2. sæti sem stendur.
Spánverjarnir Pablo Larrazabal, Gonzalo Fernandez-Castaño og Svíinn Joel Sjöholm, spiluðu allir á -1 undir pari, 69 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ISPS Handa Wales Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024