Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2012 | 17:45

Evróputúrinn: Lee Slattery tekur forystuna á 1. degi ISPS Handa Wales Open

Englendingurinn Lee Slattery, 33 ára, er kominn í forystu á 1. degi ISPS Handa Wales Open í fremur hvössu veðri á Celtic Manor Resort, þar sem mótið fer fram.

Slattery spilaði í dag á -4 undir pari, 67 höggum og fékk 5 fugla og 1 skolla.  Þetta er frábær árangur hjá Slattery, sem komst í gegnum úrtökumóti fyrir Opna bandaríska á Walton Heath s.l. mánudag.

„Það voru mjög erfiðar aðstæður í dag,“ sagði Slattery eftir hringinn í dag.  „Það var mikill vindur. Ég held meiri en búist var við. Að byrja daginn vel með 2 fuglum skipti öllu. Það þýddi að ég hafði allt að vinna það sem eftir var.“

Nokkrir eiga eftir að ljúka hringjum sínum þegar þetta er ritað (kr. 17:30) og helst að Írinn Simon Thornton gæti enn breytt stöðunni aðeins en hann er á 15. holu á -3 undir pari og gæti því jafnað eða jafnvel komist yfir Slattery.

Þjóðverjinn Marcel Siem spilaði á-3 undir pari, 68 höggum og er í 2. sæti sem stendur.

Spánverjarnir Pablo Larrazabal, Gonzalo Fernandez-Castaño og Svíinn Joel Sjöholm, spiluðu allir á -1 undir pari,  69 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á ISPS Handa Wales Open smellið HÉR: