Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 19:30

Evrópumótaröðin: Ramsey enn með forystuna á Valderrama

Þegar Andalucia Masters er hálfnað er skoski kylfingurinn Richie Ramsey enn með forystuna. Hann kom í hús í dag á 72 höggum og er samtals búinn að spila -5 undir pari, þ.e. á 137 höggum (65 72).

Í 2. sæti er Frakkinn Gregory Havret, tveimur höggum á eftir Ramsay.

Í 3. sæti er Sergio Garcia, 3 höggum á eftir Ramsay, þ.e. búinn að spila báða hringina á 70 höggum.

Í 4. sæti er landi Sergio, uppáhaldskylfingur margra, Miguel Angel Jiménez á -1 undir pari, samtals 141 höggi (71 70) 4 höggum á eftir Ramsay.

Til þess að sjá stöðuna þegar Andalucia Masters er hálfnað smellið HÉR: