Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2024 | 09:00

Evróputúrinn: Åberg leiðir í hálfleik á Opna skoska

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Genesis Opna skoska. Það fer fram í The Renaissance Club, North Berwick, Skotlandi, dagana 11.-14. júlí 2024.

Mótið er stjörnum prýtt, enda líta margir toppkylfingar á það sem ágæta upphitun fyrir Opna breska.

Í hálfleik leiðir sænski kylfingurinn Ludvig Åberg. Sjá má eldri kynningu Golf1 á Åberg með því að SMELLA HÉR: 

Åberg er samtals búinn að spila á 12 undir pari.

Í 2. sæti Antoine Rozner (11 undir pari) og 3. sætinu deila þeir Sungjae Im og Matteo Manassero á samtals 10 undir pari, hvor.

Jafnir í 5. sæti eru síðan: Collin Morikawa, Rory McIlroy, Sahith Theegala, Rasmus Højgaard, Alex Noren, Alejandro Del Ray , allir á samtals 9 undir pari.

Fylgjast má með stöðunni á 3. degi Genesis Scottish Open með því að SMELLA HÉR: