Evróputúrinn: Alvaro Quiros í 1. sæti í Dubai – Luke Donald í 1. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar (og PGA)
Spænski kylfingurinn Alvaro Quiros vann nú í þessu Dubai World Championship á samtals -19 undir pari, samtals 269 höggum (68 64 70 67). Fyrir síðustu holuna var aðeins 1 höggs munur á Quiros annars vegar og Donald og Lawrie hins vegar. Quiros gerði sér hins vegar lítið fyrir og setti niður skrímslapútt fyrir ERNI á 18.- Æðilegur endir á æðislegur spili hjá Quiros! Hann sagðist loks ætla að halda upp á sigurinn með góðri máltíð og langri ferð heim.
Í 2. sæti varð Skotinn Paul Lawrie á -17 undir pari, samtals 271 höggi (65 73 66 67).
Í þriðja sæti varð svo Luke Donald á -16 undir pari, samtals 272 höggum (72 68 66 66). Með 3. sætinu gulltryggði Luke sér að hann yrði nr. 1 á peningalista Evrópu en áður var hann þegar orðinn nr. 1 á peningalista PGA mótaraðarinnar bandarísku, sem og nr. 1 á heimslistanum. Hann sagði m.a. í viðtali eftir sigurinn að pabbi hans hefði oft komið upp í hugann en faðir Donald lést fyrir skömmu. Luke sagði að pabbi hans hefði líklega orðið stoltur og faðmað hann að sér.
Í 4. sæti varð Svíinn Peter Hanson á -14 undir pari, samtals 274 höggum (64 72 71 67) og í 5. sæti varð síðan Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel á -13 undir pari, samtals 275 höggum (69 71 68 67).
Til þess að sjá úrslitin á Dubai World Championship smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024