Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Bezuidenhout sigraði á Andalucia Masters

Það var suður-afríski kylfingurinn Christiaan Bezuidenhout, sem stóð uppi á Andalucia Masters.

Bezuidenhout lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (66 68 69 71).

Fyrir sigurinn hlaut Bezuidenhout € 500.000 (u.þ.b.  71 milljón íslenskra króna).

Fimm kylfingar deildu 2. sætinu heilum 6 höggum á eftir Bezuidenhout: 4 heimamenn þeir Jon Rahm, Adri Arnaus, Eduardo De la Riva og Alvaro Quiros og 1 Frakki Mike Lorenzo-Vera, allir á 4 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings Andalucia Masters með því að SMELLA HÉR: