Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 11:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur hefur keppni á 2. stigi úrtökumóts í Murcia í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG,  er einmitt þegar þessar línur eru ritaðar að hefja keppni á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina,  í Murcia, Spáni, í dag.

Birgir Leifur komst á 2. stig úrtökumótsins eftir frábæra frammistöðu á 1. stigi úrtökumótsins á Circolo golfvellinum í Bogogno á Ítalíu, þar sem hann varð í 23. sæti í lok september s.l.; en 28 efstu í því móti komust áfram á stigið sem hefst í dag. Lokaskor Birgis Leifs á Ítalíu voru 2 undir pari, 286 högg (71 74 69 72).

Á 2. stiginu er keppt á El Valle golfvellinum í Murcia á Spáni, sem er mörgum íslenskum kylfingnum að góðu kunnur.

Golf 1 óskar Birgi Leifs góðs gengis!!!

Til þess að fylgjast með gengi Birgis Leifs á úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR: