Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: Branden Grace tekur forystuna á Dunhill Links Championship á 60 höggum!!!

Dunhill Links Championship hófst í Skotlandi í dag. Spilað er á 3 golfvöllum, hverjum öðrum þekktari: Carnoustie, Kingsbarns og St. Andrews.

Branden Grace, frá Suður-Afríku hefir tekið forystu snemma dags, kom inn á 12 undir pari, 60 glæsihöggum í dag en hann spilaði Kingsbarns golfvöllinn. Grace fékk hvorki fleiri né færri en 10 glæsifugla og einn æðislegan örn!

Í 2. sæti er Frakkinn Victor Dubuisson á 62 höggum, en hann spilaði á St. Andrews Old Course.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Dunhill Links Championship SMELLIÐ HÉR: