Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 09:30

Evróputúrinn: Campbell og Jiménez í forystu fyrir lokahring UBS Hong Kong Open

Það eru Nýsjálendingurinn Michael Campbell og Miguel Ángel Jiménez, frá Spáni sem leiða fyrir lokahring UBS Hong Kong Open.

Báðir eru búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; Jiménez (65 67 68) og Campbell (67 64 69).

Þriðja sætinu deila ítalski unglingurinn Matteo Manassero og kínverski kylfingurinn Lian-wei Zhang aðeins 1 höggi á eftir þeim Campbell og Jiménez.

Í 5. sæti er svo Svíinn Fredrik Anderson Hed á samtals 8 undir pari.

Munur milli 1.og 5. sætinu aðeins 2 högg og allt sem getur gerst á morgun – stefnir í spennandi sunnudag í Hong Kong!!!

Til þess að sjá stöðuna á UBS Hong Kong Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: