Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Cañizares og Lombard deildu sigrinum á lokaúrtökumótinu!

Það voru þeir Alejandro Cañizares frá Spáni og Zander Lombard frá S-Afríku, sem urðu efstir og jafnir á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Báðir léku þeir hringina 6 á 24 undir pari, 404 höggum; Cañizares (65 71 64 74 66 64) og Lombard (64 68 70 70 64 68).

Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, GKG, tók þátt í lokaúrtökumótinu, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Alls spila 27 „nýir strákar“ á Evróputúrnum og mun Golf 1, líkt og á undanförnum árum kynna þá til sögunnar hér á næstu dögum.

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evróputúrinn í Lumine golfklúbbnum í Tarragona á Spáni með því að SMELLA HÉR: