Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 18:15

Evróputúrinn: Cañizares óstöðvandi – Hápunktar 3. dags

Spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares virðist algerlega óstöðvandi á Trophée Hassan II og er enn í forystu eftir 3. dag mótsins.

Samtals er Cañizares búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (62 68 69) og hefur 6 högga forystu á næsta keppanda, Seve Benson.

Benson er á 11 undir pari, 205 högum (63 68 74). Í 3. sæti er síðan Hollendingurinn Robert-Jan Derksen á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: